Málefni 2018

Nokkrir punktar úr stefnuskrá Fyrir Heimaey:
• Áhersla verður á að gera stjórnsýsluna gagnsærri og opnari.
• Að bókhald bæjarins verði opnað og íbúagáttin fullvirkjuð.
• Leggja þurfi áherslu á að virkja núverandi starfsmannastefnu og notast við ráðningaskrifstofur þegar ráða á í stjórnunarstöður.
• Áhersla á að íbúar fái að kjósa um mikilvæg og umdeild mál og að upptökur af bæjarstjórnarfundum verði settar á heimasíðu bæjarins.
• Leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvörðunartöku og þjónustu.
• Áhersla á skilvirka afgreiðslu erinda, eftirfylgni og nákvæmari sýn á lok verkefna.
• Áhersla á umhverfið og unnið verði að nýrri umhverfisstefnu.
• Áhersla á að styðja faglegt og metnaðarfullt starf leik- og grunnskóla með öflugu stoðkerfi.
• Huga þarf að tækifærum sem felast í fjölbreyttu fagfólki með breiða menntun sem kemur að málefnum og öðru starfi.
• Áhersla á að ávallt ríki skilningur og traust milli aðila í öllum málaflokkum, þar sem samvinna og virðing sé höfð að leiðarljósi

Fyrir Heimaey – stefnuskrá – blað.

Fyrir Heimaey – blað.